Íslensku crossfit dæturnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir munu keppa innbyrðis í kvöld í höfuðstöðvum Crossfit Reykjavík og fer keppnin fram á mjög óvenjulegum tíma eða eftir miðnætti.
Tilefni keppni þeirra að þessu sinni er að í kvöld verður æfingaröðin í fimmta hluta opnu keppni heimsleikana í crossfit kynnt á Íslandi. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, er staddur á Íslandi og er það mikill heiður fyrir íslensk crossfit að þetta sé gert hér á landi.
This should be fun. #18point5pic.twitter.com/ijT5iY9JWz
— CrossFit (@CrossFit) March 21, 2018
Það er öllum frjálst að taka þátt í opna hlutanum og yfir 600 íslenskir karlar og yfir 600 íslenskar konur ákváðu að vera með í ár.
Tuttugu efstu frá Evrópu í opna hlutanum komast í svæðiskeppnina þar sem íslenska fólkið verður í norður-Evrópu riðlinum. Það munu fimm efstu konurnar, fimm efstu karlarnir og fimm efstu liðin síðan komast áfram á heimsleikana.
#18point5 will be up to you, the @CrossFit community. https://t.co/KvPBVcdW3U
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018
Tilnefningarnar verða gefnar út klukkan þrjú á Kyrrahafstíma eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Tveimur tímum síðar mun Dave Castro síðan segja frá hvernig fimmta æfingaröðin muni líta út og strax í kjölfarið keppa þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í henni.
The Dottirs, ahead of tonight’s Icelandic premiere of “The Redeemed and the Dominant”
Quote + Caption @SaraSigmundsdot , @IcelandAnnie and @katrintanja
Pre-order https://t.co/f4fXIzYRR7pic.twitter.com/LDc2OXawyJ
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 21, 2018
Anníe Mist, Katrín Tanja og Ragnheiður Sara hafa allar náð frábærum árangri í crossfit síðustu ár, Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum og Sara hefur verið í toppbaráttunni og meðal fjögurra efstu undanfarin þrjú ár.