Erlent

Olíusjóður fjárfestir í mafíuspilavíti

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kínverska mafían er talin tengjast spilavítum í Makaó.
Kínverska mafían er talin tengjast spilavítum í Makaó. Vísir/Getty
Fjárfestingar olíusjóðsins í Noregi í spilavítum í Makaó, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, nema milljörðum norskra króna, að því er segir í frétt á norska viðskiptavefnum E24.

Kínverska mafían er talin tengjast spilavítum í Makaó. Haft er eftir Steve Vickers, sem gegnt hefur yfirmannsstöðu hjá leyniþjónustunni í Hong Kong, að rekstur spilavítanna sé löglegur. Sérstakir milliliðir, sem lokka auð­ uga spilara frá Kína til Makaó með gylliboðum, séu hins vegar taldir tengjast mafíunni í Kína.

Slíkir hópar þyki nauðsynlegir til að innheimta spilaskuldir. Bent er á að bandaríska þingið hafi árið 2013 birt skýrslu þar sem segir að velta spilavítanna í Makaó hafi verið sex sinnum meiri en greint hafi verið frá og gefi það til kynna peningaþvætti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×