Ætlar að borga 2,5 milljóna sekt liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 12:30 Chris Paul. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að gera frábæra hluti í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og þar er greinilega sterkur liðsandi ef marka má nýjustu fréttirnar úr herbúðum Eldflauganna. Gerald Green, leikmaður Houston Rockets liðsins, var í gær sektaður um 25 þúsund dali, 2,5 milljónir íslenskra króna, fyrir að hrinda miðherja Minnesota Timberwolves, Gorgui Dieng, í leik á dögunum. NBA tekur mjög hart á öllum slagsmálum inn á vellinum og hikar ekki við að senda viðkomandi leikmönnum stórar sektir. Gerald Green var rekinn út úr húsi fyrir þetta í leiknum sjálfum og fékk síðan sektina í ofanálag. Málið var að Green var þarna að koma til varnar liðsfélaga sínum. Dieng hafði rétt áður hrint Chris Paul í gólfið.Dieng threw Chris Paul out of the club, Gerald Green didn't like it pic.twitter.com/uraO23jXzh — Dime on UPROXX (@DimeUPROXX) March 19, 2018 „Ég kom bara þarna til að standa með mínum liðsfélaga. Ég sá þetta gerast og brást við. Ég þarf núna að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Gerald Green eftir leikinn. Chris Paul fær mun hærri laun en Gerald Green og hann var fljótur að bjóðast til að borga sektina fyrir hann. Houston Chronicle sagði frá því.Rockets' Chris Paul says he will pay any fine handed down to Gerald Green for shoving incident https://t.co/1oRM8o0t6H#kprc2#HouNewspic.twitter.com/XzQjl7OFBg — KPRC 2 Houston (@KPRC2) March 19, 2018 Chris Paul er með 24,6 milljónir dollara í laun á þessu tímabili en Gerald Green fær 28 sinnum minna eða „aðeins“ tæplega 873 þúsund dollara fyrir tímabilið. Sektin er því 2,9 prósent af heildarlaunum Gerald Green en aðeins 0,1 prósent af launum Chris Paul.FYI, CP3 & Green's 2018 salary via ESPN: Chris Paul: $24,599,495 Gerald Green: $872,854 https://t.co/4gh8GgHx5Z — Ballislife.com (@Ballislife) March 19, 2018 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Houston Rockets liðið er að gera frábæra hluti í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og þar er greinilega sterkur liðsandi ef marka má nýjustu fréttirnar úr herbúðum Eldflauganna. Gerald Green, leikmaður Houston Rockets liðsins, var í gær sektaður um 25 þúsund dali, 2,5 milljónir íslenskra króna, fyrir að hrinda miðherja Minnesota Timberwolves, Gorgui Dieng, í leik á dögunum. NBA tekur mjög hart á öllum slagsmálum inn á vellinum og hikar ekki við að senda viðkomandi leikmönnum stórar sektir. Gerald Green var rekinn út úr húsi fyrir þetta í leiknum sjálfum og fékk síðan sektina í ofanálag. Málið var að Green var þarna að koma til varnar liðsfélaga sínum. Dieng hafði rétt áður hrint Chris Paul í gólfið.Dieng threw Chris Paul out of the club, Gerald Green didn't like it pic.twitter.com/uraO23jXzh — Dime on UPROXX (@DimeUPROXX) March 19, 2018 „Ég kom bara þarna til að standa með mínum liðsfélaga. Ég sá þetta gerast og brást við. Ég þarf núna að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Gerald Green eftir leikinn. Chris Paul fær mun hærri laun en Gerald Green og hann var fljótur að bjóðast til að borga sektina fyrir hann. Houston Chronicle sagði frá því.Rockets' Chris Paul says he will pay any fine handed down to Gerald Green for shoving incident https://t.co/1oRM8o0t6H#kprc2#HouNewspic.twitter.com/XzQjl7OFBg — KPRC 2 Houston (@KPRC2) March 19, 2018 Chris Paul er með 24,6 milljónir dollara í laun á þessu tímabili en Gerald Green fær 28 sinnum minna eða „aðeins“ tæplega 873 þúsund dollara fyrir tímabilið. Sektin er því 2,9 prósent af heildarlaunum Gerald Green en aðeins 0,1 prósent af launum Chris Paul.FYI, CP3 & Green's 2018 salary via ESPN: Chris Paul: $24,599,495 Gerald Green: $872,854 https://t.co/4gh8GgHx5Z — Ballislife.com (@Ballislife) March 19, 2018
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira