Erlent

Tyrkir segja SÞ hljóma eins og hryðjuverkamenn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/epa
Utanríkisráðuneyti Tyrklands sagði í yfirlýsingu í gær að skýrsla Sameinuðu þjóðanna um langvarandi neyðarástand þar í landi hljómaði eins og málflutningur hryðjuverkasamtaka. Í henni mætti finna fjölmargar ásakanir sem væru beinlínis rangar.

Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir því að neyðarástandinu, sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti yfir eftir valdaránstilraunina í júlí 2016 og stendur enn yfir, yrði aflétt. Það hafi leitt til fjölmargra mannréttindabrota.

Til að mynda hafi 160.000 verið handtekin eftir valdaránstilraunina og nærri því jafn margir opinberir starfsmenn hafi misst starf sitt vegna meints stuðnings við útlæga klerkinn Fethullah Gulen, sem Erdogan segir hafa staðið að tilrauninni.

Zeid al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, sagði fjölda handtekinna og rekinna sláandi. „Kennarar, dómarar og lögfræðingar reknir eða ákærðir, blaðamenn handteknir, skellt í lás á fjölmiðlum og vefsíðum lokað.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×