Skuldbinding Magnús Guðmundsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn mánudag komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi og undirrituðu yfirlýsingu sem skuldbindur þá til þess að gerast talsmenn barna innan þingsins. Viðstödd voru fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna. Vonandi má treysta því að þingmennirnir taki hlutverkið alvarlega og að flokkssystkini þeirra geri slíkt hið sama, enda fylgir því mikil ábyrgð að gæta réttinda barna í hörðum heimi. Það er þó ágætt að hafa í huga að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður af Íslands hálfu 1990, fullgiltur rúmum tveimur árum síðar og loks lögfestur árið 2013. Á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir var svo greint frá því að brotið er á börnum sem hingað leita á flótta. Hér er þó búið að lögfesta Barnasáttmálann og koma á nýjum útlendingalögum sem ættu að koma í veg fyrir þetta en engu að síður er framkvæmdin ekki í samræmi við lög. Það kemur því miður ekkert sérstaklega á óvart að UNICEF þurfi að kalla eftir viðhorfsbreytingu innan kerfisins en að auki þá hljótum við að skoða hvort víðar sé pottur brotinn í réttindum barna á Íslandi. Það er nöturleg staðreynd að á Íslandi búa þúsundir barna við fátækt og með því eru mannréttindi þeirra brotin á hverjum degi, vegna þess að stjórnvöldum er ekki heimilt að mismuna þeim eftir stöðu þeirra og foreldra þeirra. Á þeim er brotinn rétturinn til þess að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsuverndar, hvíldar og tómstunda sem dregur verulega úr tækifærum þeirra til þess að taka þátt í samfélaginu og eiga innihaldsríkt líf. Allt þetta kemur fram á heimasíðu Barnaheilla sem lengi hafa barist fyrir því að standa vörð um velferð og hag barna í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt og þau mannréttindabrot sem af henni leiða eru tæpast fréttir í huga þeirra sem skuldbundu sig til þess á mánudaginn að gerast talsmenn barna á Alþingi. Ástæðan fyrir fátækt barnanna er fátækt foreldranna sem orsakast af gegndarlausri misskiptingu í íslensku samfélagi. Þessi misskipting birtist t.d. greinilega í muninum á lægstu laununum annars vegar og launum og sporslum til þingmanna hins vegar. En þrátt fyrir fátæk börn er pólitískur ómöguleiki að hækka lægstu launin upp í mannsæmandi kjör á sama tíma og laun þingmanna hafa verið hækkuð upp í Norðurlandamet og laun þeirra sem það ákváðu svo hækkuð hraustlega í framhaldinu. Þingmennirnir átta sem eru nú talsmenn barna á Alþingi tókust það verkefni á hendur að breyta þessu og útrýma fátækt í íslensku samfélagi vegna þess að börn eru alls staðar. Þau eru börn láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og á stundum undir forsjá lífeyrisþega og öll eiga þau rétt á að búa ekki við fátækt. Rétt á að búa ekki við gegndarlausa misskiptingu þar sem til þess er ætlast af foreldrum þeirra og forsjáraðilum að þeir tryggi stöðugleika samfélags sem brýtur mannréttindi þeirra. Samfélags sem telur sig ekki hafa efni á mannréttindum barna nema á tyllidögum eða fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar