Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Vísbendingar eru um að einmanaleiki sé að aukast. Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki. Í ríki eins og Íslandi getur verið neikvæð fylgni milli hagvaxtar og hamingju. Vísir/Daníel Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Íslendingar eru ekki lengur hamingjusamasta þjóð í heimi. Þetta eru niðurstöður Alþjóða hamingjurannsóknarinnar, World Happiness Report, fyrir árið 2018. Þar eru Íslendingar í fjórða sæti. Niðurstöður rannsókna á hamingju Íslendinga verða kynntar á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem haldið er í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, sem haldinn er árlega 20. mars. Á málþinginu sem fer fram klukkan hálf eitt í dag verður rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030 og hvernig þau samræmast áherslum Heilsueflandi samfélags um vellíðan fyrir alla. „Það er ekki mikill munur á okkur og hinum Norðurlöndunum en ástæðan fyrir því að Noregur og Finnland eru komin upp fyrir okkur er að við höfum lækkað. Það er ekki af því að þau hafi hækkað,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti Landlæknis.Dóra Guðrún GuðmundsdóttirDóra segir að verið sé að skoða hvaða þættir það eru sem valdi aukinni vanlíðan, þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rannsóknir bendi ítrekað til þess að það sé einkum ungt fólk sem sé ekki eins hamingjusamt og áður. Þó sé ekki hægt að fullyrða að nokkur aldurshópur sé sérstaklega óhamingjusamur. Á fundi með norrænum sérfræðingum um geðheilsu og vellíðan sem fór fram um daginn kom fram að niðurstöður vellíðanarmælinga sýna að líðan ungs fólks á Norðurlöndunum fer almennt versnandi nema í Finnlandi. Nú séu Finnar í fyrsta sinn í fyrsta sæti á World Happiness Report. Dóra Guðrún bendir á að Finnar séu ekki með heimanám og ekki með samræmd próf, en segir þó ekki hægt að fullyrða að það sé ástæða þess að þeir mælist nú efstir. „Við vitum ekki svarið en þetta er hvatning til okkar sem vinnum í lýðheilsustarfi að skoða hvað það er sem orsakar þetta.“ Dóra bendir á að á árunum eftir bankahrun hafi aukin hamingja verið tengd við fleiri samverustundir fjölskyldunnar og minni áherslu á veraldleg gæði. Ekki sé búið að sýna fram á orsakasamhengi á milli hagvaxtar og hamingju en rannsóknir bendi til að þarna kunni að vera neikvæð fylgni á milli í ríku samfélagi eins og á Íslandi. „En þetta er ekki línulegt samband. Það er flóknara en svo. Við vitum nefnilega líka að það er erfitt að eiga ekki í sig og á.“ Dóra Guðrún bendir á að í nýjum Talnabrunni Landlæknis séu vísbendingar um að einmanaleiki sé að aukast. „Þeir þættir sem spá helst fyrir um óhamingju eru fjárhagserfiðleikar og einmanaleiki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Finnar hamingjusamasta þjóð heims Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóðin samkvæmt Heimshamingjuskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 15. mars 2018 08:52