Innlent

Gagnrýna breytingar á ökunámi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslenskir nemendur æfa sig í ökugerði við Borgartún í Reykjavík.
Íslenskir nemendur æfa sig í ökugerði við Borgartún í Reykjavík. Vísir/GVA
Ökukennarafélag Íslands og ökukennaranemar gera talsverðar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi ökukennslu sem fram koma í drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga.

Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að horfið verði frá því að ökukennsla verði á forræði og ábyrgð hvers einstaks ökukennara fyrir sig heldur muni sérstakir ökuskólar, sem þurfa starfsleyfi Samgöngustofu, sjá bæði um bóklegan og verklegan hluta námsins.

Aðilarnir telja að með breytingunum verði stuðlað að fákeppni á ökukennslumarkaði. Í nágrannalöndum okkar, þar sem sambærilegt fyrirkomulag hafi verið tekið upp, sé staðan sú að ökukennarastarfið sé orðið láglaunastarf. Því veljist minna hæfir menn til starfans.

„Fyrirkomulag ökukennslu á Íslandi í dag er gott og engin þörf á þessari grundvallarbreytingu,“ segir í athugasemd ökukennaranema.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×