Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2018 08:15 Flestum skömmtum af sýklalyfjum til barna er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira