Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 12:14 17.000 Palestínumenn hafa safnast saman á Gasa-ströndinni. Vísir/AFP Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948 í kjölfar þess að Írsaelska ríkið var stofnað, en 70 ár eru liðin frá atburðinum. Mótmælin hófust í gær og munu standa yfir í sex vikur. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Palestínu hafa nú þegar fimm fallið og 350 verið særðir af völdum Ísraelshers. Ísraelski herinn sagði mótmælendurna skapa óeirðir og að einstaklingarnir sem féllu höfðu verið meðal þeirra sem áttu upptökin að uppþotinu. Talsmaður ísraelska hersins sagði í færslu á Twitter-aðgangi sínum að um 17.000 Palestínumenn stæðu nú við landamærin og að herinn myndi bregðast við mótmælunum ef þess gerist þörf.Update: 17,000 Palestinians are rioting in 5 locations along the Gaza Strip security fence. The rioters are rolling burning tires and hurling firebombs & rocks at the security fence & IDF troops, who are responding w riot dispersal means and firing towards main instigators — IDF (@IDFSpokesperson) March 30, 2018 Samkvæmt yfirvöldum í Palestínu var Omar Samour, 27 ára bóndi, drepinn af völdum skriðdreka á vegum ísraelska hersins áður en mótmælin hófust og að annar maður hafi slasast. Vitni segja mennina hafa verið að tína kryddjurtir þegar atvikið varð. Hamas-liðar saka Ísraela um að hafa drepið bóndann til að ógna Palestínumönnum og fá þá til að falla frá mótmælaaðgerðunum. Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948 í kjölfar þess að Írsaelska ríkið var stofnað, en 70 ár eru liðin frá atburðinum. Mótmælin hófust í gær og munu standa yfir í sex vikur. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Palestínu hafa nú þegar fimm fallið og 350 verið særðir af völdum Ísraelshers. Ísraelski herinn sagði mótmælendurna skapa óeirðir og að einstaklingarnir sem féllu höfðu verið meðal þeirra sem áttu upptökin að uppþotinu. Talsmaður ísraelska hersins sagði í færslu á Twitter-aðgangi sínum að um 17.000 Palestínumenn stæðu nú við landamærin og að herinn myndi bregðast við mótmælunum ef þess gerist þörf.Update: 17,000 Palestinians are rioting in 5 locations along the Gaza Strip security fence. The rioters are rolling burning tires and hurling firebombs & rocks at the security fence & IDF troops, who are responding w riot dispersal means and firing towards main instigators — IDF (@IDFSpokesperson) March 30, 2018 Samkvæmt yfirvöldum í Palestínu var Omar Samour, 27 ára bóndi, drepinn af völdum skriðdreka á vegum ísraelska hersins áður en mótmælin hófust og að annar maður hafi slasast. Vitni segja mennina hafa verið að tína kryddjurtir þegar atvikið varð. Hamas-liðar saka Ísraela um að hafa drepið bóndann til að ógna Palestínumönnum og fá þá til að falla frá mótmælaaðgerðunum.
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira