Bucks voru sterkari aðilinn í þessum leik allt frá byrjun og voru með forystuna allan leikinn en staðan í hlé var 58-49.
Í þriðja leikhluta skoruðu Bucks 34 stig gegn aðeins 23 hjá Golden State og þá var í raun ekki aftur snúið. Liðsmenn Golden State reyndu hvað þeir gátu að koma til baka í fjórða leikhluta en það var of seint og voru lokatölur því 116-107 fyrir Bucks.
Giannis Antetokounmpo átti frábæran leik fyrir Bucks og skoraði 32 stig og var stigahæstur í leiknum á meðan Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 30 stig.
Eftir leikinn er Golden State þó ennþá í öðru sæti Vesturdeildarinnar á meðan Bucks eru í áttunda sæti Austurdeildarinnar.
LeMarcus Aldrigde skoraði 25 stig og tók 11 fráköst í sigri San Antonio Spurs á Oklahoma City Thunder en leiknum 103-99. Eftir sigurinn komst Spurs aftur í fjórða sæti Vesturdeildarinnar.
Úrslit næturinnar:
Pistons 103-92 Wizards
Heat 103-92 Bulls
Spurs 103-99 Thunder
Kings 103-106 Pacers
Warriors 107-116 Bucks
Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Bucks og Golden State.