Sport

Margrét tvöfaldur Íslandsmeistari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik 2016. Þau gerðu slíkt hið sama í ár.
Kári Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir urðu Íslandsmeistarar í einliðaleik 2016. Þau gerðu slíkt hið sama í ár. mynd/margrét gunnarsdóttir/bsí
Margrét Jóhannsdóttir er tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton. Hún sigraði einliðaleik og tvíliðaleik kvenna á Meistaramóti Íslands í badminton.

Margrét vann Sigríði Árnadóttur í tveimur settum í úrslitaleik einliðaleiks kvenna. Margrét vann fyrra settið örugglega 21-10 en það seinna fór 21-17.

Þær stöllur voru svo í sama liði í tvíliðaleik kvenna. Þar mættu þær Erlu Björg Hafsteinsdóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í úrslitum. Bæði sett fóru 21-19 fyrir Margréti og Sigríði.

Erla Björg var í sigurliði í úrslitum tvenndarleiks með Kristófer Darra Finnssyni. Þau mætti Snjólaugu og Kára Gunnarssyni í úrslitum. Þar fór fyrra settið 21-15 og það seinna 21-14 fyrir Erlu og Kristófer. Sigurvegarar síðustu þriggja ára í tvenndarleik, Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir, duttu út í undanúrslitum fyrir Sjólaugu og Kára.

Kári bætti upp fyrir silfrið í tvenndarleiknum með sigri á Róbert Þór Henn í einliðaleik karla. Sigur Kára var nokkuð öruggur, 21-16 og 21-9. Þetta var í fyrsta skipti sem Róbert komst í úrslitaleik einliðaleiks karla á Meistaramóti Íslands en Kári var að vinna sinn 7. titil í röð.

Í tvíliðaleik karla unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson sigur á Davíð Bjarna Björnssyni og Kristófer Darra Finnssyni í hörku viðureign. Fyrra settið fór 21-19 og það seinna 21-18.

Íslandsmeistarar 2018 í badminton:

Tvenndarleikur: Kristófer Darri Finnsson og Erla Björg Hafsteinsdóttir

Einliðaleikur kvenna: Margrét Jóhannsdóttir

Einliðaleikur karla: Kári Gunnarsson

Tvíliðaleikur kvenna: Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir

Tvíliðaleikur karla: Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×