Mikil spenna var í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á föstudagskvöld en stigasöfnun í liðakeppninni var svo jöfn að engan veginn var hægt að spá fyrir um það hvert þeirra myndi fara með hinn eftirsótta liðabikar heim.
Átta lið eru í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, fimm knapar í hverju þeirra og keppa þrír í hverri keppnisgrein. Knaparnir safna stigum annars vegar fyrir sig í einstaklingskeppninni og hins vegar í sameiginlegan pott fyrir liðið sitt. Fyrir hefur komið í gegnum árin að eitt lið beri höfuð og herðar yfir öll hin, en svo var ekki í ár, stigasöfnunin gríðarlega jöfn og allt galopið í þeim efnum.
Það var því ómögulega hægt að reikna út fyrr en algerlega á lokametrunum hvað lið hefði farið með sigur af hólmi. Þegar reiknimeistari Deildarinnar hafði farið yfir tölurnar á lokakvöldinu í gær reyndist góður árangur knapanna í Líflandsliðinu hafa skilað þeim mestu í pottinn og brutust út fagnaðarlæti á meðal þeirra þegar niðurstaðan lá fyrir.
Sýnt var beint frá lokakvöldinu í Meistaradeild Cintamani á Stöð 2 sport og má sjá lið Líflands taka við hinum eftirsótta bikar í meðfylgjandi myndskeiði.
Lokastaðan í liðakeppninni:
Lífland 350 stig
Hrímnir/Export hestar 345 stig
Top Reiter 326 stig
Gangmyllan 322 stig
Auðsholtshjáleiga 305,5 stig
Ganghestar/Margrétarhof/Equitec 275 stig
Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær 250,5 stig
Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel 210 stig
Líflendingar bestir
Telma Tómasson skrifar
Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti


Fleiri fréttir
