Veðurhorfur á landinu í dag
Hægt vaxandi austan- og suðaustanátt S- og V-til í dag, 8-15 m/s um kvöldið, hvassast V-ast í dag en syðst á morgun. Dálítil él sunnantil, einkum þó SA-lands, en annars víða bjartviðri. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn, en talsvert frost í innsveitum í nótt.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil rigning S- og V-lands, hvassast við ströndina, en annars hægari og þurrt. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Á miðvikudag:
Sunnan- og suðaustanátt, 10-15 m/s og talsverð rigning á V-verðu landinu, en annars hægari og úrkomuminni, bjartviðri NA-lands. Hiti víða 3 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Fremur mild suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til.
Á föstudag:
Útlit fyrir allhvassa vinda með talsverðri rigningu eða slyddu S- og V-lands og kólnandi veður.
Á laugardag:
Austlægir vindar og dálítil úrkoma A-lands, en annars þurrt að mestu. Fremur svalt veður.