Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Sylvía Hall skrifar 7. apríl 2018 21:47 Helga Möller er ekki hrifin af framlagi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Mynd/Ernir Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. Álitsgjafar þáttarins voru efins um möguleika lagsins og sagði Helga Möller að lagið væri gamaldags og sigur þess í undankeppninni hefði komið sér á óvart. Helga, sem keppti fyrir Íslands hönd árið 1986 ásamt Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni með lagið Gleðibankann, var ómyrk í máli þegar kom að því að ræða lögin sem kepptu um að að verða framlag Íslendinga í keppninni í ár: „Ég var reyndar ekki hrifin af neinu lagi sem var í þessari keppni í ár. Það kom mér mjög á óvart hvað lögin voru óáheyrileg.“ Álitsgjafarnir hrósuðu Ara Ólafssyni fyrir flutning sinn á laginu og sögðu hann eiga framtíðina fyrir sér í söng. Hann væri efnilegur og næði góðri tengingu við áhorfendur. Hins vegar voru þeir ekki jafn hrifnir af laginu sjálfu og sagði Jóhannes Þór Skúlason, álitsgjafi þáttarins, lagið vera óeftirminnilegt. „Mér finnst lagið alveg ótrúlega leiðinlegt, því miður. Mér finnst það óeftirminnilegt og ég held þess vegna að við eigum nánast engan séns á að komast upp. Það sem hægt er að gera fyrir lagið, það gerir Ari.“ sagði Jóhannes. Eurovision Tengdar fréttir Ansi margt vinnur gegn Íslandi í Eurovision í ár að mati sérfræðings Telur litlar sem engar líkur á að Ari komist í úrslit Eurovision 3. apríl 2018 17:01 Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision Veðbankar spá íslenska laginu neðsta sæti. 13. mars 2018 11:41 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. Álitsgjafar þáttarins voru efins um möguleika lagsins og sagði Helga Möller að lagið væri gamaldags og sigur þess í undankeppninni hefði komið sér á óvart. Helga, sem keppti fyrir Íslands hönd árið 1986 ásamt Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni með lagið Gleðibankann, var ómyrk í máli þegar kom að því að ræða lögin sem kepptu um að að verða framlag Íslendinga í keppninni í ár: „Ég var reyndar ekki hrifin af neinu lagi sem var í þessari keppni í ár. Það kom mér mjög á óvart hvað lögin voru óáheyrileg.“ Álitsgjafarnir hrósuðu Ara Ólafssyni fyrir flutning sinn á laginu og sögðu hann eiga framtíðina fyrir sér í söng. Hann væri efnilegur og næði góðri tengingu við áhorfendur. Hins vegar voru þeir ekki jafn hrifnir af laginu sjálfu og sagði Jóhannes Þór Skúlason, álitsgjafi þáttarins, lagið vera óeftirminnilegt. „Mér finnst lagið alveg ótrúlega leiðinlegt, því miður. Mér finnst það óeftirminnilegt og ég held þess vegna að við eigum nánast engan séns á að komast upp. Það sem hægt er að gera fyrir lagið, það gerir Ari.“ sagði Jóhannes.
Eurovision Tengdar fréttir Ansi margt vinnur gegn Íslandi í Eurovision í ár að mati sérfræðings Telur litlar sem engar líkur á að Ari komist í úrslit Eurovision 3. apríl 2018 17:01 Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision Veðbankar spá íslenska laginu neðsta sæti. 13. mars 2018 11:41 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Ansi margt vinnur gegn Íslandi í Eurovision í ár að mati sérfræðings Telur litlar sem engar líkur á að Ari komist í úrslit Eurovision 3. apríl 2018 17:01
Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision Veðbankar spá íslenska laginu neðsta sæti. 13. mars 2018 11:41