Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 7. apríl 2018 19:48 Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni. Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Ísland og ríkisins harðnar dag frá degi og hafa á þriðja tug ljósmæðra sagt upp störfum á Landsspítalanum af þeim ríflega 150 sem þar starfa. Flestar uppsagnirnar taka gildi 1. júlí. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hvatti samningsaðila í pistli sínum í gær til þess að klára samningsgerð sem allra fyrst því þetta væri óþolandi staða. Næsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara þann 16. apríl. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagði í samtali við fréttastofu að hluti af þeim ljósmæðrum sem hefðu sagt upp væru búnar að fá aðra vinnu. Ef ekki takist að semja sé hætta á neyðarástandi á fæðingardeildum í sumar. Sagði starfi sínu lausu eftir 12 ár Guðrún Fema Ágústsdóttir, ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítalans, sem hefur unnið sem ljósmóðir í tólf ár sagði upp starfi sínu um síðustu mánaðarmót til að undirstrika óánægju með kjör sín. „Þetta er skemmtilegasta vinna sem til er og mest gefandi vinna sem til er, en við lifum náttúrulega ekki bara af á því að vera í kærleiksríku starfi. Við verðum að fá laun – og réttlát laun.” Guðrún segist hafa miklar áhyggjur af sumrinu ef takist ekki að semja við ljósmæður áður en að uppsagnir taki gildi. „Sumarið yfir höfuð er annamesti tími ársins í fæðingum þannig að sjálfsögðu er þetta mjög slæmt mál.” Að sögn Guðrúnar ætla nýútskrifaðar ljósmæður ekki að koma til starfa fyrr en búið er að leiðrétta kjörin. Það sama eigi við hjá henni.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32