Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 16:30 Arnar Guðjónsson við undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30