Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 07:45 Conor er í mjög vondum málum eftir uppákomu gærkvöldsins. vísir/getty Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur. MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur.
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08