Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Rolf Løvland segir við Verdens Gang að álitamálið um Your Raise Me Up hafi verið útkljáð honum í hag hjá höfundarréttarsamtökum ytra. Vísir/AFP Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent