Símtölin streyma inn frá áhyggjufullum leigjendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2018 15:48 Lítið sem ekkert er eftir af geymslurými Geymslna ehf. Vísir/Rakel Ósk Áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni í Garðabæ hafa margir hverjir þegar haft samband við fyrirtækið sem og tryggingarfélög til þess að kanna stöðu sína eftir stórbrunann sem þar varð í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna ehf. Ljóst er að mikið tjón varð en reikna má með að húsið, sem hýsti geymslurnar, auk verslunar og lagers Icewear sem og hluta starfsemis Marel sé ónýtt. Mikill eldsmatur var í húsinu og gera má ráð fyrir að þar hafi ýmis verðmæti verið geymd. Dánarbú móður Guðna Björnssonar, sem Vísir ræddi við á vettvangi í morgun, er að öllum líkindum glatað eftir brunann auk þess sem að Björgvin Halldórsson beið fregna en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Í svari Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Geymslna hf. segir að rúmlega tvö hundruð geymslurými hafi verið í húsinu og að leigutakar sjái sjálfir um að tryggja innihald geymslnanna. Fyrirtækið hefur sent tölvupóst á á alla leigjendur og verið sé að fylgja því eftir með símtali og fara yfir stöðu mála. „Hugur okkar er hjá viðskiptavinum okkar og við höfum ekki leitt hugann að okkar tjóni, sem þó er hægt að segja að er verulegt,“ segir Ómar en í samtali við blaðamann fyrr í dag sagði starfsmaður í símsvörun hjá Geymslum að mikið álag hefði verið í dag og fjölmargir viðskiptavinir hafi hringt inn.Gríðarlegur eldur beið slökkviliðsmanna þegar þeir mættu á staðinn.Vísir/BirgirÝmsir möguleikar þegar kemur að tryggingum Í samtali við Vísi segir Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, að viðskiptavinir tryggingarfélagsins, sem voru með hluti í geymslu í húsnæðinu sem brann, hafi margir þegar haft samband til að kanna stöðuna.Segir hann að nokkrir möguleikar séu í stöðunni varðandi tryggingar á þeim munum sem kunna að hafa brunnið í geymslunum.„Ef þú ert með fjölskyldutryggingu hjá okkur þá er allt að fimmtán prósent vátryggingarfjárhæð sem þú getur fengið að hámarki í bætur ef það brennur í geymslu utan heimilis þar sem tryggingin er skráð,“ segir Sigurjón en lausleg könnun Vísis bendir til þess að um svipaða skilmála sé að ræða hjá öðrum tryggingarfélögum.Hafi heil búslóð verið flutt í geymslu er nauðsynlegt að hafa tilkynnt tryggingarfélaginu um þann stað sem búslóðin var flutt á en Sigurjón bendir einnig á að einhverjir kunnir að hafa verið með svokallaða lausafjártryggingu sem seld sé sér og sé ætluð þeim sem ekki hafi fjölskyldutryggingu eða vilji tryggja eitthvað sér.Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins.Vísir/BöddiÞú segir okkur að þú sért með dót að verðmæti þetta eða hitt í geymslu og við setjum lausafjártryggingu á það,“ segir Sigurjón aðspurður um hvernig slík trygging virkar. Hvetur Sigurjón þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni til þess að tilkynna það til tryggingarfélaga.„Við bætum fjárhagslegt tjón en svo getur fólk verið með hluti sem hafa tilfinningalegt gildi og það er erfiðara. Svona bruni er náttúrulega skelfilegur.“ Stórbruni í Miðhrauni Tryggingar Tengdar fréttir Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni í Garðabæ hafa margir hverjir þegar haft samband við fyrirtækið sem og tryggingarfélög til þess að kanna stöðu sína eftir stórbrunann sem þar varð í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna ehf. Ljóst er að mikið tjón varð en reikna má með að húsið, sem hýsti geymslurnar, auk verslunar og lagers Icewear sem og hluta starfsemis Marel sé ónýtt. Mikill eldsmatur var í húsinu og gera má ráð fyrir að þar hafi ýmis verðmæti verið geymd. Dánarbú móður Guðna Björnssonar, sem Vísir ræddi við á vettvangi í morgun, er að öllum líkindum glatað eftir brunann auk þess sem að Björgvin Halldórsson beið fregna en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Í svari Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Geymslna hf. segir að rúmlega tvö hundruð geymslurými hafi verið í húsinu og að leigutakar sjái sjálfir um að tryggja innihald geymslnanna. Fyrirtækið hefur sent tölvupóst á á alla leigjendur og verið sé að fylgja því eftir með símtali og fara yfir stöðu mála. „Hugur okkar er hjá viðskiptavinum okkar og við höfum ekki leitt hugann að okkar tjóni, sem þó er hægt að segja að er verulegt,“ segir Ómar en í samtali við blaðamann fyrr í dag sagði starfsmaður í símsvörun hjá Geymslum að mikið álag hefði verið í dag og fjölmargir viðskiptavinir hafi hringt inn.Gríðarlegur eldur beið slökkviliðsmanna þegar þeir mættu á staðinn.Vísir/BirgirÝmsir möguleikar þegar kemur að tryggingum Í samtali við Vísi segir Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, að viðskiptavinir tryggingarfélagsins, sem voru með hluti í geymslu í húsnæðinu sem brann, hafi margir þegar haft samband til að kanna stöðuna.Segir hann að nokkrir möguleikar séu í stöðunni varðandi tryggingar á þeim munum sem kunna að hafa brunnið í geymslunum.„Ef þú ert með fjölskyldutryggingu hjá okkur þá er allt að fimmtán prósent vátryggingarfjárhæð sem þú getur fengið að hámarki í bætur ef það brennur í geymslu utan heimilis þar sem tryggingin er skráð,“ segir Sigurjón en lausleg könnun Vísis bendir til þess að um svipaða skilmála sé að ræða hjá öðrum tryggingarfélögum.Hafi heil búslóð verið flutt í geymslu er nauðsynlegt að hafa tilkynnt tryggingarfélaginu um þann stað sem búslóðin var flutt á en Sigurjón bendir einnig á að einhverjir kunnir að hafa verið með svokallaða lausafjártryggingu sem seld sé sér og sé ætluð þeim sem ekki hafi fjölskyldutryggingu eða vilji tryggja eitthvað sér.Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins.Vísir/BöddiÞú segir okkur að þú sért með dót að verðmæti þetta eða hitt í geymslu og við setjum lausafjártryggingu á það,“ segir Sigurjón aðspurður um hvernig slík trygging virkar. Hvetur Sigurjón þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni til þess að tilkynna það til tryggingarfélaga.„Við bætum fjárhagslegt tjón en svo getur fólk verið með hluti sem hafa tilfinningalegt gildi og það er erfiðara. Svona bruni er náttúrulega skelfilegur.“
Stórbruni í Miðhrauni Tryggingar Tengdar fréttir Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu