Það var mikið talað um það hér á Íslandi þegar RÚV skipti yfir í auglýsingar í miðjum fagnaðarlátum íslenska landsliðsins í fótbolta en ESPN gerði gott betur en það.
Leikurinn var nefnilega ekki búinn þegar einhverjum starfsmanni ESPN datt í hug að skipta í auglýsingar.
Staðan var þá jöfn, 108-108, leiktíminn að renna út og lokasókn Lakers liðsins í miðjum gangi.
Hér fyrir neðan má sjá þetta klúður hjá ESPN.
OH COME ON pic.twitter.com/2AkQ9Nw7dU
— Deadspin (@Deadspin) April 5, 2018
Hér fyrir neðan má síðan sjá hvernig lokasóknin gekk fyrir sig en NBA hafði vit á því að skella henni inn á Twitter fyrir pirraða ESPN áhorfendur.
Heading to OT at Staples! #LakeShow 108 | #GoSpursGo 108
@ESPNNBApic.twitter.com/ePtvZVax2Z
— NBA (@NBA) April 5, 2018
Los Angeles Lakers náði ekki að nýta þessa síðustu sókn sína og því varð að framlengja leikinn. Þar hafði Lakers betur, 122-112.