Allar eignir Dýrahjálpar líklega gjöreyðilagðar eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 13:21 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15