Það er nú orðið ljóst hvaða lið komast í úrslitakeppninni úr Austurdeild NBA-deildarinnar. Sigur Philadelphia á Detroit í nótt sá til þess að ekki verður hróflað við efstu liðum þar lengur.
Þetta var annars tólfti sigur Philadelphia í röð. JJ Redick leiddi liðið í nótt með 25 stigum en það eru breyttir tímar í Philadelphia. Liðið er nú komið upp að hlið Cleveland í þriðja sæti Austurdeildarinnar en liðin mætast á föstudag.
Washington Wizards, Miami Heat, Indiana Pacers, 76ers, Cleveland Cavaliers, Boston Celtics og Toronto Raptors fara með Philadelphia í úrslitakeppnina úr austrinu.
Úrslit:
Detroit-Philadelphia 108-115
Orlando-Dallas 105-100
Atlanta-Miami 86-115
Toronto-Boston 96-78
New Orleans-Memphis 123-95
LA Lakers-San Antonio 122-112 (e. frl.)
