Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir mistök var Facebook-síða Víking brugghúss opin unglingum undir áfengiskaupaaldri. Aldurstakmörk voru sett á eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. Brugghúsið er í eigu Coca-Cola European Partners Ísland (CCEP), en þar hafði láðst að læsa síðunni fyrir tilteknum aldurshópi sem gerði það að verkum að efni og auglýsingar voru öllum aðgengilegar. Síðunni, sem er með rúmlega 14.300 fylgjendur, var læst eftir fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Helsti keppinautur CCEP, Ölgerðin, er með fjölmargar undirsíður á Facebook fyrir þær bjórtegundir sem þar eru framleiddar en þær eru allar læstar einstaklingum undir áfengiskaupaaldri á Íslandi. Fréttablaðið sannreyndi þetta með því að útbúa Facebook-aðgang fyrir 17 ára ungling til að skoða síður íslenskra áfengisframleiðenda. Takmarkanir reyndust í lagi hjá Ölgerðinni en síða Víking brugghúss var opin og sýnileg hinum 17 ára unglingspilti sem Fréttablaðið bjó til. Gat hann séð allt efni, auglýsingar, myndir og myndbönd þar og jafnvel Facebook-leiki þar sem hægt var að vinna bjórkassa í verðlaun. „Við stóðum í þeirri trú að Facebook-síðan væri lokuð fólki 20 ára og yngra,“ segir Einar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs CCEP. Bætt hafi verið úr þessu eftir fyrirspurn blaðsins og fullyrðir hann að öll dreifing áfengisauglýsinga þeirra á Facebook sé stillt þannig að þær birtist ekki 20 ára og yngri. „En vegna þessara mistaka þá hafa þessar auglýsingar mögulega birst aðilum sem gerðu sér sérstaka ferð inn á Víking brugghús Facebook-síðuna,“ segir Einar Snorri. „Við erum einnig með síður fyrir Thule og Víking Lager og þær eru báðar lokaðar fyrir yngri en 20 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00 Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir bann við áfengisauglýsingum fela í sér fráleita mismunun gagnvart framleiðendum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa undanfarið þurft að greiða 5,3 milljónir í sektir vegna áfengisauglýsinga. 4. apríl 2018 08:00
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00