Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2018 19:27 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til. Donald Trump Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að hafa hermenn Í Sýrlandi um tíma. Hann hefur þó skipað Varnarmálaráðuneyti sínu að undirbúa brottflutning þeirra. Engin tímatafla liggur fyrir en Trump vill ganga úr skugga um ósigur Íslamska ríkisins og sömuleiðis vill hann að önnur ríki stígi inn í og hjálpi til við að tryggja stöðugleika í Sýrlandi. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að skamman tíma myndi taka að ganga frá ISIS og nú þegar hefðu þeir nánast tapað öllu sínu yfirráðasvæði. „Við munum halda samráði við bandamenn okkar áfram. Við ætlumst til þess að önnur ríki á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar vinni saman að því að tryggja frið og ganga úr skugga um að Íslamska ríkið stingi ekki aftur upp kollinum,“ sagði Sanders í yfirlýsingu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar deildi Trump við ráðgjafa sína og nýjan utanríkisráðherra sem mæltu með því að Bandaríkin myndu taka sinn tíma og yfirgefa Sýrland ekki of fljótt.Trump tjáði sig um málið á blaðamannafundi í gærUm tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi.Sjá einnig: Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekkiJim Mattis, varnarmálaráðherra, og hershöfðinginn Joseph L. Votel, yfirmaður herafla Bandaríkjanna, hafa undanfarnar vikur sagt að þörf væri á því að halda hermönnum í Sýrlandi til að tryggja stöðugleika og finna pólitíska lausn á átökunum í Sýrlandi. Það sem bandarískir ráðamenn og bandamenn Bandaríkjanna óttast er að Íslamska ríkið gætu stungið upp kollinum aftur eða önnur ríki eins og Rússland og Íran gætu fyllt upp í það tómarúm sem myndi myndast. Rússland og Íran hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad og hafa yfirvöld Ísrael áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi. Þá óttast sýrlenskir Kúrdar um öryggi sitt ef bandarískir hermenn myndu fara frá Sýrlandi. Bæði vegna mögulegrar upprisu ISIS og vegna þeirra ógnar sem þeim stafar af Tyrkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum eins og hann gerði í Afrinhéraði. Trump hefur lengi talað um að koma draga Bandaríkin úr kostnaðarsömum átökum í Mið-Austurlöndum. Hann gagnrýndi hins vegar forvera sinn, Barack Obama, harðlega fyrir að hafa lýst því yfir hvenær bandarískir hermenn myndu fara frá Írak og hefur Trump haldið því fram að brottför þeirra frá Írak hafi gert ISIS-liðum mögulegt að leggja undir sig stór svæði í Írak og Sýrlandi.Nú síðast í ágúst sagði Trump, þegar hann tilkynnti fjölgun hermanna í Afganistan, að ótímabær brottflutningur þaðan gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þær gætu verið óútreiknanlegar hryðjuverkasamtök gætu nýtt sér það tómarúm sem yrði til.
Donald Trump Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira