Fótbolti

Meistaradeildar-Ronaldo er algjörlega óstöðvandi leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk á móti Juventus á Ítalíu í gærkvöldi og hélt þá áfram að sýna sínar bestu hliðar á stærsta sviðinu.

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina tvö ár í röð og þrisvar á síðustu fjórum árum og það er ekki síst þökk sé frammistöðu Portúgalans.

Ronaldo spilar aldrei betur en í Meistaradeildinni og tölfræðin sínir þetta svart á hvítu. Cristiano hefur nú skoraði í öllum Meistaradeildarleikjum nema einum síðan í átta liða úrslitunum í fyrra.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er þetta orðinn langur og stórglæsilegur listi af leikjum og mörkum hjá Cristiano Ronaldo.









Metin hafa líka fallið hvert á öðru enda hefur Meistaradeildina aldrei séð annan eins markaskorara og Cristiano Ronaldo.







Það sem er einna flottast við frammistöðu Cristiano Ronaldo er að hann skiptir í túrbó-gírinn í útsláttarkeppninni þegar leikið er upp á líf eða dauða.







Cristiano Ronaldo skoraði mörkin sín tvö í gær á móti Gianluigi Buffon sem er nánast í guðatölu meðal markvarða. Buffon er vissulega frábær markvörður en hann hefur ekkert ráðið við Ronaldo eins og þessi tölfræði hér fyrir neðan sínir.





Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk á Gianluigi Buffon í gær og hann skoraði einnig tvö mörk á Buffon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Als hefur Ronaldo skorað úr 9 af 10 síðustu skotum sínum á Buffon.

Það sem meira er að Cristiano Ronaldo hefur núna skorað fleiri mörk í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en öll Juventus-liðin í gegnum tíðina. Ronaldo er komin með 22 mörk, bara í leikjum sínum í átta liða úrslitunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×