Fjölmiðlar greitt háar sektir vegna auglýsinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Auglýsingabannið felur í sér mismunun gagnvart innlendum framleiðendum og fjölmiðlum, segir Ólafur. Vísir/ERNIR Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Þau góðu rök sem ráðherra segir að þurfi að vera fyrir hendi til að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum verði afnumið liggja fyrir og eru öllum ljós. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA). Á tímabilinu frá 2015 til 2017 hefur íslenskum fjölmiðlum verið gert að greiða alls 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum, banni sem Ólafur segir fela í sér fráleita mismunun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu í gær að lýðheilsusjónarmið muni fyrst og fremst ráða för þegar afstaða verður tekin til tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið. Góð rök þurfi að vera fyrir því að lögunum verði breytt. Ólafur segir reynslu og rannsóknir annarra ríkja sýna að áfengisauglýsingar auki ekki neyslu áfengis sem slíks, heldur hafi fremur áhrif á hvaða tegunda áfengis fólks neytir.Sjá einnig: Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banniÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Neysla áfengis hefur aukist gríðarlega hér undanfarin ár, án þess að auglýsingar hafi verið leyfðar. Þetta hangir því ekki saman.“ Sanngirnis- og viðskiptarökin fyrir því að leyfa áfengisauglýsingar eru einnig skýr að mati Ólafs. „Hér sér fólk mjög mikið af áfengisauglýsingum, á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir lögsögu íslenskra stjórnvalda, í tímaritum og blöðum sem flutt eru hingað inn og beinum útsendingum, ekki síst frá íþróttakappleikjum. Hingað streyma inn auglýsingar frá alþjóðlegum vörumerkjum á sama tíma og innlendum framleiðendum er bannað að auglýsa sína vöru.“ Ólafur gagnrýnir að nýtt áfengisfrumvarp Þorsteins Víglundssonar og fleiri þingmanna sé því afturför frá fyrra frumvarpi hvað þetta varðar og valdi vonbrigðum.„Þetta er allt saman fráleitt viðskipta- og markaðsumhverfi fyrir vaxandi atvinnugrein sem er innlend áfengisframleiðsla.“ Fréttablaðið tók saman úrskurði á vef Fjölmiðlanefndar sem snúa að brotum gegn banni við áfengisauglýsingum. Tíu mál er þetta varðar hafa komið inn á borð nefndarinnar, öll á árunum 2015 til 2017. Þar hefur fjölmiðlum verið gert að greiða alls rúmar 5,3 milljónir króna í stjórnvaldssektir. Bæði Ríkisútvarpið og 365 miðlar hafa í þrjú skipti hvort þurft að greiða sektir. Ríkisútvarpið rúmlega 1,3 milljónir og 365 miðlar rúmar 3,2 milljónir en DV 750 þúsund krónur í eitt skipti. Fjölmargir dómar hafa að auki fallið í málum sem þessum fyrir dómstólum í gegnum tíðina. Ólafur segir FA hafa útbúið drög að siðareglum um áfengisauglýsingar sem félagsmenn þeirra myndu undirgangast ef þær yrðu leyfðar. Þar sé kveðið á um að auglýsingum verði ekki beint að börnum og unglingum né heldur verði áhrif og ímynd áfengisneyslu fegruð með nokkrum hætti. Hluti þessara skilyrða var að sögn Ólafs tekinn inn í nýja áfengisfrumvarpið, sem setji framleiðendum þó enn of þröngar skorður og viðhaldi mismunun. „Góðu rökin fyrir því að afnema þetta auglýsingabann liggja alveg fyrir. Meginatriðið er að bannið skilar ekki tilgangi sínum og bitnar fyrst og fremst á sumum fjölmiðlum og framleiðendum en ekki öllum.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för. 3. apríl 2018 07:00