Bara einu sinni? Bjarni Karlsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu varð andlát í stórfjölskyldunni og fjögurra ára nafni minn hefur orðið nokkuð hugsi. Um daginn var hann í fjallgöngu með mömmu sinni og spurði: Af hverju er fólk sett ofan í jörðina þegar það er dáið? Hún tjáði honum að það væri kannski gott að leyfa líkamanum að sameinast jörðinni og gróðrinum þegar við gætum ekki lengur notað hann. Eftir fleiri stutt skref í glaðri páskasól kom næsta spurning: Lifir maður þá bara einu sinni? Þá fékk hann að heyra söguna um Jesú þegar hann hitti vini sína eftir upprisuna. Viska trúarinnar víkur sér ekki undan veruleikanum en slær fáu föstu. Þegar Sigurbjörn Einarsson biskup var orðinn aldraður og hafði látið af embætti var hann eitt sinn í viðtali á einhverjum ljósvakamiðlinum. Þáttarstjórinn hafði orð á því að nú væri hann orðinn eldri maður og spurði hvort hann kviði dauðanum? Já, svaraði biskupinn, og það sem verra er, ég veit ekkert hvað tekur við. Það kom heldur á spyrilinn en Sigurbjörn brosti með glampa í augum og mælti: En ég veit hver tekur við, og það nægir mér. Kristin upprisutrú er ekki hugmyndakerfi heldur reynsla af nærveru. Líkt og foreldri huggar barn með nálægð sinni þannig er hinum trúaða huggun og styrkur af nærveru Guðs sem hvarvetna birtist, í hjarta manns jafnt sem náttúrunni og öðru fólki. Þess vegna er kristin kirkja ekki í prósentukeppni við Siðmennt um skírnir og fermingar eins og nú er hampað, en biður þess að hvert barn fái að vita að við erum öll bræður og systur og þau séu frjáls að efast og trúa á góðan Guð sem elskar allt sem lifir. Hin trúuðu halda ekki að þau séu handhafar sannleikans en þau lifa í þeirri viðleitni og von að sannleikurinn hafi hönd á þeim svo þau megi láta gott af sér leiða.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar