Trúverðugleiki stjórnmálamanna Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:00 Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun