Aprílgöbbin 2018: Mörgæsir, Maradona og lest niður Almannagjá Þórdís Valsdóttir skrifar 1. apríl 2018 17:45 Jafnvel þó enginn hafi hlaupið apríl vegna aprílgabbs Vísis sem birtist í morgun voru þó fjöldi fólks sem virtist gleypa við hrekknum eða voru óvissir um sannleiksgildi hans. Í morgun var greint frá því að þeir miðar sem ráðamenn Íslands og aðilar innan stjórnsýslunnar munu ekki nýta á leiki Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar yrðu gefnir heppnum Íslendingum í dag. Ætlunin var sú að fá knattspyrnuáhugafólk til að hlaupa apríl og koma á Ölver í Glæsibæ á hádegi í dag til þess að freista þess að fá miða á leikina. Í fréttinni kom fram að utanríkisráðuneytið hafi gefið Tólfunni, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins miðana og að Tólfan hafi ákveðið að gefa miðana áfram til almennings. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar og betur þekktur sem Benni bongó, segir að þrátt fyrir að enginn hafi lagt leið sína á Ölver í dag hafi innhólf hans á Facebook fyllst af skilaboðum frá fólki sem vildi næla sér í téða miða.Bensínlíterinn undir 100 krónur og fríkeypis páskaegg í messum Aðrir vefmiðlar og fjölmargir aðrir hrekkjalómar freistu þess einnig að hrekkja Íslendinga og fá þá til að hlaupa apríl.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Dómkirkjan, Hallgrímskirkja og Nói Síríus hafi tekið höndum saman og hyggðust leysa messugesti út með súkkulaðieggjum frá súkkulaðiframleiðandanum „í nokkurs konar tilraunaverkefni“ í þeim tilgangi að auka aðsókn í páskadagsmessu. Þá greindi Fréttatíminn frá því að heildsölurisinn Costco hafi nú hafið innflutning á bensíni beint frá Bandaríkjunum og þar með hætt öllum viðskiptum við Skeljung um sölu á bensíni. Í gabbinu kom fram að bensínverð Costco muni lækka um tæpar 90 krónur og að viðskiptavinum standi til boða, frá og með deginum í dag, að versla bensínlítrann á 99.50 krónur.Þegar skráningu lauk í þeim hlekki sem fylgdi með frétt mbl.is birtust þessi skilaboð.SkjáskotÓkeypis landsliðstreyjur og fundur með MaradonaFréttavefur mbl.is tók einnig þátt í fjörinu og greindi frá því í morgun að samþykkt hafi verið í borgarráði að ungt fólk á aldrinum sextán til átján ára yrði veittur réttur til að kjósa í ráðgefandi kosningu í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í maí. Þá var ungt fólk á því aldursbili hvatt til að skrá sig til þátttöku á vef borgarinnar. Blaðamaður freistaði þess að skrá sig til þess að sjá hvað gerðist í kjölfarið og þá birtist síða sem stóð „Fyrsti apríl!“.Íþróttavefur mbl.is sagði frá því í dag að argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætluðu sér að sitja fyrir svörum á Laugardalsvelli klukkan 13 í dag og ræða um eftirtektarverðan árangur Íslendinga í knattspyrnu á alþjóðavettvangi. Þá var því einnig heitið að nýja landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu yrði gefin viðstöddum og að hún yrði árituð af Maradona sjálfum. Óvíst er hversu margir lögðu leið sína á Laugardalsvöll.Mörgæsir á Íslandi og skref inn í framtíðina Ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem fram kom að mörgæsir væru að flykkjast í þúsundatali til Íslands. Í myndbandinu eru mörgæsir að njóta sín í náttúru sem líkist íslenskri náttúru. Þar segir einnig að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi tjáð sig um málið og sagt að „við bjóðum alla innflytjendur velkomna til Íslands. Þegar fréttin er skrifuð þá hafa fleiri en fjögur þúsund Facebook notendur deilt myndbandinu og tæplega átján hundruð deilt því. Myndbandið er kostulegt og það má sjá hér að neðan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni að lögreglukórinn margfrægi ætlaði að árita nýja diskinn sinn „Ekki aka of hratt“ fyrir framan lögreglustöðina á Hringbraut í dag frá klukkan 17. „Þetta er eitthvað sem enginn vill láta fram hjá sér fara“ sagði í innlegginu en óvíst er hversu margir gleyptu við gabbinu og freistuðu þess að grípa þetta einstaka tækifæri. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyndi einnig að hrekkja landsmenn og greindi frá því á Facebook að fyrsti áfangi í lestarferð niður Almannagjá yrði prufukeyrður í dag og að boðið væri upp á ókeypis miða í lestina í gestastofunni. „Eins verður tækifærið nýtt til að sjá hvernig faratækið tekur sig út við hamravegginn“, segir í innlegginu og með því fylgir mynd af lestinni bruna upp Almannagjá með fyrstu gestina. Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum. Aprílgabb Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Jafnvel þó enginn hafi hlaupið apríl vegna aprílgabbs Vísis sem birtist í morgun voru þó fjöldi fólks sem virtist gleypa við hrekknum eða voru óvissir um sannleiksgildi hans. Í morgun var greint frá því að þeir miðar sem ráðamenn Íslands og aðilar innan stjórnsýslunnar munu ekki nýta á leiki Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar yrðu gefnir heppnum Íslendingum í dag. Ætlunin var sú að fá knattspyrnuáhugafólk til að hlaupa apríl og koma á Ölver í Glæsibæ á hádegi í dag til þess að freista þess að fá miða á leikina. Í fréttinni kom fram að utanríkisráðuneytið hafi gefið Tólfunni, stuðningsmannahópi íslenska landsliðsins miðana og að Tólfan hafi ákveðið að gefa miðana áfram til almennings. Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar og betur þekktur sem Benni bongó, segir að þrátt fyrir að enginn hafi lagt leið sína á Ölver í dag hafi innhólf hans á Facebook fyllst af skilaboðum frá fólki sem vildi næla sér í téða miða.Bensínlíterinn undir 100 krónur og fríkeypis páskaegg í messum Aðrir vefmiðlar og fjölmargir aðrir hrekkjalómar freistu þess einnig að hrekkja Íslendinga og fá þá til að hlaupa apríl.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Dómkirkjan, Hallgrímskirkja og Nói Síríus hafi tekið höndum saman og hyggðust leysa messugesti út með súkkulaðieggjum frá súkkulaðiframleiðandanum „í nokkurs konar tilraunaverkefni“ í þeim tilgangi að auka aðsókn í páskadagsmessu. Þá greindi Fréttatíminn frá því að heildsölurisinn Costco hafi nú hafið innflutning á bensíni beint frá Bandaríkjunum og þar með hætt öllum viðskiptum við Skeljung um sölu á bensíni. Í gabbinu kom fram að bensínverð Costco muni lækka um tæpar 90 krónur og að viðskiptavinum standi til boða, frá og með deginum í dag, að versla bensínlítrann á 99.50 krónur.Þegar skráningu lauk í þeim hlekki sem fylgdi með frétt mbl.is birtust þessi skilaboð.SkjáskotÓkeypis landsliðstreyjur og fundur með MaradonaFréttavefur mbl.is tók einnig þátt í fjörinu og greindi frá því í morgun að samþykkt hafi verið í borgarráði að ungt fólk á aldrinum sextán til átján ára yrði veittur réttur til að kjósa í ráðgefandi kosningu í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í maí. Þá var ungt fólk á því aldursbili hvatt til að skrá sig til þátttöku á vef borgarinnar. Blaðamaður freistaði þess að skrá sig til þess að sjá hvað gerðist í kjölfarið og þá birtist síða sem stóð „Fyrsti apríl!“.Íþróttavefur mbl.is sagði frá því í dag að argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætluðu sér að sitja fyrir svörum á Laugardalsvelli klukkan 13 í dag og ræða um eftirtektarverðan árangur Íslendinga í knattspyrnu á alþjóðavettvangi. Þá var því einnig heitið að nýja landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu yrði gefin viðstöddum og að hún yrði árituð af Maradona sjálfum. Óvíst er hversu margir lögðu leið sína á Laugardalsvöll.Mörgæsir á Íslandi og skref inn í framtíðina Ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem fram kom að mörgæsir væru að flykkjast í þúsundatali til Íslands. Í myndbandinu eru mörgæsir að njóta sín í náttúru sem líkist íslenskri náttúru. Þar segir einnig að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi tjáð sig um málið og sagt að „við bjóðum alla innflytjendur velkomna til Íslands. Þegar fréttin er skrifuð þá hafa fleiri en fjögur þúsund Facebook notendur deilt myndbandinu og tæplega átján hundruð deilt því. Myndbandið er kostulegt og það má sjá hér að neðan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni að lögreglukórinn margfrægi ætlaði að árita nýja diskinn sinn „Ekki aka of hratt“ fyrir framan lögreglustöðina á Hringbraut í dag frá klukkan 17. „Þetta er eitthvað sem enginn vill láta fram hjá sér fara“ sagði í innlegginu en óvíst er hversu margir gleyptu við gabbinu og freistuðu þess að grípa þetta einstaka tækifæri. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyndi einnig að hrekkja landsmenn og greindi frá því á Facebook að fyrsti áfangi í lestarferð niður Almannagjá yrði prufukeyrður í dag og að boðið væri upp á ókeypis miða í lestina í gestastofunni. „Eins verður tækifærið nýtt til að sjá hvernig faratækið tekur sig út við hamravegginn“, segir í innlegginu og með því fylgir mynd af lestinni bruna upp Almannagjá með fyrstu gestina. Samkvæmt Vísindavefnum er sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl margra alda gamall. Hann megi líklega rekja til Evrópu á miðöldum þegar tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. „Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar,“ segir á Vísindavefnum.
Aprílgabb Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira