Atletico steinlá á útivelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 19:36 Atletico fagnar marki fyrr í vetur vísir/afp Atletico Madrid færði Barcelona væna sumargjöf með því að steinliggja á útivelli gegn Real Sociedad í La Liga deildinni í fótbolta í kvöld. Þegar fimm leikir eru eftir munar tólf stigum á liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Atletico átti gott lag á því að minnka muninn í níu stig og gera toppbaráttuna aðeins spennandi fyrir loka sprettinn þegar liðið fór í heimsókn til Real Sociedad. Heimamenn höfðu að litlu að spila, um miðbik deildarinnar, öruggir frá falli en langt frá toppbaráttunni. Da Silva Willian Jose kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og fóru þeir með 1-0 forystu í hálfleikinn. Hann lagði svo upp annað markið fyrir varamanninn Juanmi á 80. mínútu og Juanmi gulltryggði 3-0 sigur í uppbótatíma. Heimamenn voru sterkari í leiknum, voru meira með boltann og sóttu meira á mark gestanna heldur en þeir gerðu og áttu sigurinn verðskuldaðann. Spænski boltinn
Atletico Madrid færði Barcelona væna sumargjöf með því að steinliggja á útivelli gegn Real Sociedad í La Liga deildinni í fótbolta í kvöld. Þegar fimm leikir eru eftir munar tólf stigum á liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Atletico átti gott lag á því að minnka muninn í níu stig og gera toppbaráttuna aðeins spennandi fyrir loka sprettinn þegar liðið fór í heimsókn til Real Sociedad. Heimamenn höfðu að litlu að spila, um miðbik deildarinnar, öruggir frá falli en langt frá toppbaráttunni. Da Silva Willian Jose kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og fóru þeir með 1-0 forystu í hálfleikinn. Hann lagði svo upp annað markið fyrir varamanninn Juanmi á 80. mínútu og Juanmi gulltryggði 3-0 sigur í uppbótatíma. Heimamenn voru sterkari í leiknum, voru meira með boltann og sóttu meira á mark gestanna heldur en þeir gerðu og áttu sigurinn verðskuldaðann.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti