Innlent

Hættulegra fyrir eldri ökumenn að beygja til vinstri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikilvægt er að eldri ökumenn verði meðvitaðir um að ökufærni skerðist á efri árum.
Mikilvægt er að eldri ökumenn verði meðvitaðir um að ökufærni skerðist á efri árum. Vísir/Stefán
Eldri ökumenn eru almennt í marktækt meiri hættu við að taka vinstri beygjur á gatnamótum en miðaldra ökumenn. Þetta á sérstaklega við um óvarðar vinstri beygjur sem eru án vinstribeygjuljósa.

Þetta segir í niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna rannsóknar á banaslysi sem varð síðdegis 21. janúar 2016 þegar harður árekstur varð á Njarðarbraut við gatnamótin að Tjarnarbraut í Reykjanesbæ. Þar tók ökumaður bíls vinstri beygju í veg fyrir annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður bílsins sem beygði var ekki spenntur í öryggisbelti. Hann kastaðist harkalega fram á stýrið og lést í slysinu. Hinum bílnum var ekið á 75 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn er 50.

Sjá einnig: „Þvæla“ að hækkun hámarkshraða leiði til færri slysa

Í niðurstöðunum er vísað í rannsóknir sem sýna að með aldrinum eigi ökumenn erfiðara með að meta hraða umferðar sem kemur úr gagnstæðri átt og meta fjarlægð í komandi bifreið.

„Það gerir eldri ökumönnum erfiðara að meta fjarlægð í bifreið sem kemur úr gagnstæðri átt ef henni er ekið yfir hámarkshraða. Þegar rökkva tekur verður enn erfiðara fyrir eldri ökumenn að sjá ökutæki koma langt að úr gagnstæðri átt og meta hraða þess. Mikilvægt er að eldri ökumenn séu meðvitaðir um að ökufærni skerðist á efri árum,“ segir í niðurstöðunni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×