Hreinar strendur – alltaf Bjarni Bjarnason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun