Tómhyggja og dómhyggja Skúli S. Ólafsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Taugavísindi sýna að við erum ekki með sál.“ Svona kemst merkur taugalíffræðingur að orði. Hann ritaði metsölubók og fékk miklu fleiri gesti á fyrirlestur sinn en biskup við páskamessu sína. Um þetta ritar Sif Sigmarsdóttir í pistli sínum í Fréttablaði laugardagsins. Hún segir okkur svo frá því að raunvísindin hafi nú tekið til við að svara þeim spurningum sem trúin sat áður ein að. Við lestur greinarinnar varð mér hugsað til þekktra rökræðna í breska ríkisútvarpinu frá því um miðja síðustu öld. Heimspekingarnir Bertrand Russell og Frederick Copleston ræddu þar um trúmál. Russell var á móti guðstrú en Copleston kom henni til varnar. Að lokinni þessari rimmu spurðu pistlahöfundar þess tíma sig að því, hvor þeirra hefði haft betur. Niðurstaðan var áhugaverð. Copleston var talinn hafa haft yfirhöndina þegar kom að siðferði og mannlegri breytni. „Ef Guð er dauður er allt leyfilegt,“ sagði Dostojevskí. Hann reyndist þar sannspár um heljarstefnur 20. aldarinnar þar sem valdhafar lutu hvorki valdi að neðan né ofan. Á hinn bóginn átti verjandi guðstrúar engin svör við þeirri rökréttu ályktun hins guðlausa sem var einhvern veginn á þessa leið: Hvernig getur heimur, sem á sér ekkert upphaf, átt einhvern skapara? Taramm. Guðfræðingurinn Georges Lemaître hafði reyndar áður sett fram kenninguna um Miklahvell (sem sumir virðast nú halda fram að sé ósamrýmanleg guðstrú í hvaða formi sem er) en sú kenning hafði þá ekki hlotið almenna viðurkenningu. Russell taldi eins og flestir aðrir á þeim tíma að heimurinn ætti sér ekkert upphaf. Og nú deilir Sif með okkur ýmsum tilvistarlegum yfirlýsingum vísindamanna úr röðum guðleysingja sem ganga út á það að dauðinn sé endalok alls og að sálin sé ekki til. Hver veit nema að um síðir muni sitthvað koma í ljós sem rýrir þá ályktun þeirra? Það er þó ekki víst. Af hverju? Jú, vegna þess að þegar þeir setja þessar vangaveltur fram í nafni raunvísinda fara þeir út fyrir verksvið sitt. Immanuel Kant kallaði það tálsýnir skynseminnar að ætla sér að skilja Guð, eilífðina og sálina. Lífið á sér fleiri víddir en þær sem vegnar verða og mældar. Ársæll Arnarson, prófessor í sálfræði við HÍ, ræðir þessi mál í lok bókar sinnar, Síðustu dagar sálarinnar. Honum er það hugleikið hvernig fólk virðist leggja hreinan átrúnað á vísindalegar kenningar, þótt þær séu eðli málsins samkvæmt settar fram í krafti þess að um síðir kunni þær að verða afsannaðar. Ársæll segir: „Þannig virðist fólk jafnvel ímynda sér að taugavísindin hafi fundið heilasvæði sem fyrrum var talið að innihéldi sálina og að komið hafi í ljós að þar var bara efni en engin merki um andleg fyrirbæri. Slíkur átrúnaður er bæði rangur og getur hreinlega haft í för með sér óþarfa þröngsýni og tilfinningalega vanlíðan“ Við sem erum hluti af þjóðkirkjunni höfum ekki áhuga á því að fella stóra dóma. Þjóðkirkjan er ekki dómstóll, hún er líkari torgi þar sem fólk er velkomið með sjónarmið sín og spurningar. Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Taugavísindi sýna að við erum ekki með sál.“ Svona kemst merkur taugalíffræðingur að orði. Hann ritaði metsölubók og fékk miklu fleiri gesti á fyrirlestur sinn en biskup við páskamessu sína. Um þetta ritar Sif Sigmarsdóttir í pistli sínum í Fréttablaði laugardagsins. Hún segir okkur svo frá því að raunvísindin hafi nú tekið til við að svara þeim spurningum sem trúin sat áður ein að. Við lestur greinarinnar varð mér hugsað til þekktra rökræðna í breska ríkisútvarpinu frá því um miðja síðustu öld. Heimspekingarnir Bertrand Russell og Frederick Copleston ræddu þar um trúmál. Russell var á móti guðstrú en Copleston kom henni til varnar. Að lokinni þessari rimmu spurðu pistlahöfundar þess tíma sig að því, hvor þeirra hefði haft betur. Niðurstaðan var áhugaverð. Copleston var talinn hafa haft yfirhöndina þegar kom að siðferði og mannlegri breytni. „Ef Guð er dauður er allt leyfilegt,“ sagði Dostojevskí. Hann reyndist þar sannspár um heljarstefnur 20. aldarinnar þar sem valdhafar lutu hvorki valdi að neðan né ofan. Á hinn bóginn átti verjandi guðstrúar engin svör við þeirri rökréttu ályktun hins guðlausa sem var einhvern veginn á þessa leið: Hvernig getur heimur, sem á sér ekkert upphaf, átt einhvern skapara? Taramm. Guðfræðingurinn Georges Lemaître hafði reyndar áður sett fram kenninguna um Miklahvell (sem sumir virðast nú halda fram að sé ósamrýmanleg guðstrú í hvaða formi sem er) en sú kenning hafði þá ekki hlotið almenna viðurkenningu. Russell taldi eins og flestir aðrir á þeim tíma að heimurinn ætti sér ekkert upphaf. Og nú deilir Sif með okkur ýmsum tilvistarlegum yfirlýsingum vísindamanna úr röðum guðleysingja sem ganga út á það að dauðinn sé endalok alls og að sálin sé ekki til. Hver veit nema að um síðir muni sitthvað koma í ljós sem rýrir þá ályktun þeirra? Það er þó ekki víst. Af hverju? Jú, vegna þess að þegar þeir setja þessar vangaveltur fram í nafni raunvísinda fara þeir út fyrir verksvið sitt. Immanuel Kant kallaði það tálsýnir skynseminnar að ætla sér að skilja Guð, eilífðina og sálina. Lífið á sér fleiri víddir en þær sem vegnar verða og mældar. Ársæll Arnarson, prófessor í sálfræði við HÍ, ræðir þessi mál í lok bókar sinnar, Síðustu dagar sálarinnar. Honum er það hugleikið hvernig fólk virðist leggja hreinan átrúnað á vísindalegar kenningar, þótt þær séu eðli málsins samkvæmt settar fram í krafti þess að um síðir kunni þær að verða afsannaðar. Ársæll segir: „Þannig virðist fólk jafnvel ímynda sér að taugavísindin hafi fundið heilasvæði sem fyrrum var talið að innihéldi sálina og að komið hafi í ljós að þar var bara efni en engin merki um andleg fyrirbæri. Slíkur átrúnaður er bæði rangur og getur hreinlega haft í för með sér óþarfa þröngsýni og tilfinningalega vanlíðan“ Við sem erum hluti af þjóðkirkjunni höfum ekki áhuga á því að fella stóra dóma. Þjóðkirkjan er ekki dómstóll, hún er líkari torgi þar sem fólk er velkomið með sjónarmið sín og spurningar. Trúin er blessunarlega nógu djúp og breið til að skapa svigrúm fyrir samtal fólks sem lætur sig varða lífið og tilveruna. Trú og vísindi eru engar andstæður, en vísindatrú kann að vera í andstöðu við hvort tveggja, vísindi og trú.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun