Fjárausturinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Eitt þúsund og tólf milljarðar króna. Það verða útgjöld ríkissjóðs árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gangi áætlunin eftir munu ríkisútgjöld – að vaxtagjöldum undanskildum – aukast um tuttugu prósent að raungildi á næstu fimm árum. Þeir sem trúa því að aukin eyðsla ríkisins skili sér sjálfkrafa í bættri opinberri þjónustu hljóta að fagna þessari metnaðarfullu áætlun. Útgjaldaþenslan sem þar er boðuð á sér enda enga hliðstæðu í íslenskri hagsögu. Hinir sem telja aukin útgjöld ekki markmið í sjálfu sér – heldur að þjónustan sem fæst fyrir peninginn sé sem best – ættu hins vegar að hafa áhyggjur af þróuninni. Svo virðist sem í huga margra stjórnmálamanna sé eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hve miklum peningum er varið í hana. Að fullkomið línulegt samband sé á milli útgjalda og árangurs. Með slíkan mælikvarða að vopni er sífellt krafist hærri útgjalda. Því hærri því betra, ekki satt? Það skýtur hins vegar skökku við að meta árangur í rekstri stofnunar eftir því hve mikla peninga reksturinn kostar en ekki hverju hann skilar. Fáar þjóðir verja til dæmis eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við. Engu að síður hefur námsárangri íslenskra ungmenna hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Það sama á við um heilbrigðiskerfið. Erlendur samanburður sýnir að afar takmörkuð fylgni er á milli bættrar lýðheilsu og þess hvað heilbrigðisþjónustan kostar. Skipulag þjónustunnar – kerfið sjálft – skiptir mestu máli. Þetta þýðir ekki að aukin útgjöld séu í öllum tilfellum slæm. En þau eru ekki markmið í sjálfu sér. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur hvað við fáum fyrir milljarðana.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun