Brjáluð eftir að hafa verið líkt við Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 08:03 Jacinda Ardern hefur ekki hátt álit á Donald Trump. Vísir/Epa Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34