Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. apríl 2018 06:30 Mikael Már Pálsson hafðist við á Vernd. Vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09
Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00
Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01