Ráðherra segir óásættanlegt að þurfa að senda sjúklinga út Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst lausnin ekki í því að semja við Klíníkina í Ármúla um liðskiptaaðgerðir. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, segir ekkert víst að aðgerðir hjá einkafyrirtækjum séu ódýrari en hjá hinu opinbera. Einnig skipti miklu máli að tryggja færni lækna hjá hinu opinbera með lágmarksfjölda aðgerða. Heilbrigðisráðherra segir unnið að lausn á því vandamáli að sjúklingar séu fluttir til Svíþjóðar í aðgerðir.Fréttablaðið sagði frá því á mánudag að íslenskir sjúklingar gætu farið til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð þegar þeir hafa verið lengur en þrjá mánuði á biðlista hér á landi. Aðgerðin í heild kostar íslenska skattborgara um þrjár milljónir króna. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segist geta framkvæmt þessar aðgerðir fyrir rétt rúma milljón eða um þriðjung af kostnaðinum við að senda sjúklinga til Svíþjóðar.Sjá einnig: Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina„Þessi staða sem er uppi, að íslenska ríkið sendir sjúklinga til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér á landi, er óásættanleg. Og sérstaklega þar sem kostnaður fyrir hverja aðgerð er mjög mikill fyrir opinbera sjóði,“ segir Svandís. Unnið sé að því að finna lausn þar sem til haga er haldið þeim kröfum sem gerðar eru í íslensku heilbrigðiskerfi um jafnan aðgang óháð efnahag og að sá komist að sem hafi brýnustu þörfina. Þetta er óásættanleg staða sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu síðustu daga,“ bætir hún við. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki unnið að því innan ráðuneytisins að gera samning við Klíníkina um að gera aðgerðir hér á landi svo lausnirnar eru líkast til annars eðlis. Rúnar segir mikilvægt að horft sé til þess að skurðlæknar og skurðhjúkrunarfræðingar þurfi ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingunni rétt eins og atvinnuflugmenn þurfi ákveðinn fjölda flugtíma til að viðhalda þekkingu sinni. Því sé ekki æskilegt að dreifa aðgerðum sem þessum á marga staði hér innanlands, einmitt af þeim sökum að skurðteymin, læknar og hjúkrunarfræðingar, þurfi ákveðinn fjölda aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Klíníkin getur boðið íslenskum stjórnvöldum liðskiptaaðgerðir fyrir þriðjung af þeim kostnaði sem ríkið greiðir fyrir sömu aðgerðir í Svíþjóð. Pólitískan vilja skortir til að gera samning að mati Hjálmars Þorsteinssonar. 16. apríl 2018 07:00