Komið að úrslitastundinni Hjörvar Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 12:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Gerður Arinbjarnar halda á bikarnum. Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur. Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti