Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2018 22:15 Svona er brú yfir Skerjafjörð sýnd í stuttmynd Björns Jóns Bragasonar um Skerjabraut. Grafík/Úr mynd um Skerjabraut. Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú: Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn gæti stytt aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr tuttugu mínútum niður í fimm mínútur. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2. Brú yfir Skerjafjörð til að tengja Álftanes við miðborg Reykjavíkur hefur af og til verið reifuð opinberlega undanfarna áratugi meðal skipulagsfræðinga og áhugamanna um skipulagsmál, og í fyrra gerði Björn Jón Bragason stuttmynd um hugmyndina með grafískum myndum. Loftlínan úr miðborg Reykjavíkur út á Álftanes er ekki nema um þrír kílómetrar, - helmingi styttri en loftlínan úr miðborginni út að Elliðaám. Tenging yfir Skerjafjörð þykir því freistandi kostur.María Sveinsdóttir á Jörfa býr næst þeim stað þar sem hugmyndir eru um að leggja Skerjafjarðarbrautina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Tvær fjölskyldur á Álftanesi eiga rætur þar langt aftur í aldir, að sögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson, söguritara þeirra Álftnesinga. Önnur ættin er kennd við Breiðabólsstaði og hin við Gestshús. María Sveinsdóttir á Jörfa er ættuð frá Breiðabólsstöðum. Vill hún fá veg yfir Skerjafjörð? „Mér finnst það þurfa. Mér finnst þetta allt of þröngt og lokað, - bara einn útgangur af Álftanesi. Og mér finnst það bara fyrir Reykjavík líka,“ svarar María. Einar Ólafsson í Gestshúsum er af hinni ættinni og hann styður einnig brú.Einar Ólafsson, útvegsbóndi í Gestshúsum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, ég vil það fyrir mína parta. Ég held það hljóti allir að vilja það. Við sjáum umferðina bara kvölds og morgna,“ svarar Einar. Við spurðum einnig Önnu Ólafsdóttur Björnsson hvað hún héldi um afstöðu íbúa Álftaness: „Það er afskaplega misjafnt eftir fólki. Ég verð að viðurkenna það að ég er alltaf skotnust í hugmyndinni um að fá ferju yfir Skerjafjörðinn. Það er minn draumur, algerlega. Litla, óáreitna, góða ferju,“ svarar Anna. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En óttast Álftnesingar að brú myndi þýða tugþúsunda manna byggð? „Nei, það þarf ekkert endilega að vera, þó að brautin færi hér einhversstaðar fyrir austan okkur,“ svarar Einar í Gestshúsum. „Það er hægt að þétta hérna. Það er nóg pláss,“ svarar María og bendir á allt óbyggða svæðið í kringum sig. María býr raunar næst þeim stað þar sem vegurinn myndi að líkindum ná landi á Álftanesi. „Það hlýtur að verða meiri byggð hérna. Einhvern veginn sé ég það fyrir mér. Þessi vegur kemur yfir eyrina hérna. Þið sjáið hvað þetta er stórt og mikið svæði. Að leggja veg hérna yfir, það er ekki verið að eyðileggja neitt. Það eru engin hús komin hér. Það er pláss fyrir þetta,“ segir María. Fjallað var um Álftanes í þættinum „Um land allt" í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Skerjafjarðarbrú:
Garðabær Reykjavík Skipulag Um land allt Tengdar fréttir Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. 14. apríl 2018 22:30