Elliði Snær Viðarsson verður ekki með ÍBV í fyrsta leik undanúrslitanna í Olís deild karla. Hann var í dag úrskurðaður í eins leiks bann.
Aganefnd HSÍ kom saman í dag og tók fyrir fjögur atvik úr leik ÍR og ÍBV í gær. Elliði Snær var dæmdur í eins leiks bann vegna „grófs brots“ líkt og Halldór Logi Árnason leikmaður ÍR. ÍR er þó komið í sumarfrí og því mun Halldór Logi ekki taka út sitt bann fyrr en á næsta tímabili.
Elliði braut á Elíasi Bóassyni snemma í seinni hálfleik og þurfti að bera Elías af velli á börum. Halldór fékk rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aron Hostert.
Þá voru tekin fyrir mál Sturla Ásgeirssonar og Þránds Gíslasonar Roth, leikmanna ÍR, en aganefnd ákvað að aðhafast ekki frekar. Sturla hlaut útilokun með skýrslu fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti og Þrándur vegna „grófs leikbrots.“
Elliði og Halldór dæmdir í bann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


