Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2018 18:15 Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020. Nýstofnuð Þjóðardeild UEFA og nýtt skipulag undankeppni komandi Evrópumóta gera ráð fyrir keppnisleikjum í nóvember og mars. Næsta ómögulegt er að spila leiki á Laugardalsvelli á þeim tíma eins og hann er í dag og því er ein helsta ástæða þess að grípa þurfi til framkvæmda eins fljótt og hægt er að Ísland geti spilað heimaleiki í þessum gluggum. „Hreyfanlegt þak er held ég það sem knattspyrnan vill einna helst því það gefur okkur möguleikan á því að spila á vellinum allan ársins hring,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum með skilgreindan vetrarvettvang, okkar leikvang, svo við getum ekki spilað okkar heimaleiki í mars og nóvember, sem gerir það að verkum að við getum ekki byrjað eða endað riðlakeppni og það er ekki nógu gott. Því teljum við mjög mikilvægt að fá leikvang þar sem hægt er að loka þakinu.“ Lokaður leikvangur býður upp á meiri fjölbreytni í notkun, hægt er að setja upp tónleika og aðra viðburði á vellinum, sem og mögulega útbúa hann þannig að aðrar íþróttagreinar geti einnig nýtt hann sem þjóðarleikvang. Hlaupabrautin og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir mun þó þurfa að víkja. „Eins og þetta er lagt upp þá verður hlaupabrautin tekin, hvort sem það verður opinn leikvangur eða með færanlegu þaki. Það er uppleggið í þessum plönum og þá fái frjálsar íþróttir sinn leikvang annars staðar.“ Hið nýja undirbúningsfélag mun ekki tefja framkvæmdir neitt að mati Guðna og á að liggja fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar fyrir lok árs 2018. Aðspurður hvenar flautað verði til leiks á nýjum þjóðarleikvangi sagði Guðni bjartsýnustu menn segja 2020 en raunhæft markmið sé snemma árs 2021. Viðtalið við Guðna í heild sinni má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Íslenski boltinn Skipulag Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira