Comey talaði í fyrirsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2018 06:49 James Comey fór um víðan völl í viðtali sínnu við ABC í gærkvöldi. Skjáskot James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs.Í samtali við fréttamann ABC-sjónvarpstöðvarinnar sagði Comey að Donald Trump, rauði þráðurinn í bókinni, væri „siðferðislega vanhæfur“ til að gegna embætti Bandaríkjaforseta. Hann kæmi fram við konur eins og kjötstykki, dregi það versta fram í samstarfsmönnum sínum og ofan á allt saman væri hann raðlygari. Ekkert væri nógu smátt eða stórt til þess að Trump myndi ekki ljúga um það.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar ComeyHann sagðist þó ekki hafa trú á því að forsetinn sé andlega vanheill eða sé að takast á við elliglöp. Ekkert sé heldur við líkamlega heilsu forsetans að sakast, það sé siðferðisáttaviti Trump sem sé vanstilltur.„Forsetinn verður að vera holdgervingur virðingar og þeirra gilda sem finna má í kjarna þjóðarinnar. Þeirra mikilvægast er sannleikurinn. Forsetinn er hins vegar ófær um það,“ sagði Comey. Í viðtalinu ræddi Comey meðal annars um viðbrögð forsetans við nasistagöngunni í Charlottesville í fyrra. Þar lét kona lífið eftir að hvítur þjóðernissinni ók bíl sínum í gegnum þvögu mótmælenda. Forsetinn var harðlega gagnrýndur fyrir að fordæma ekki morðið en hann er alla jafna fljótur að tísta þegar sambærileg hryðjuverk eru framin á bandarískri grundu.Sjá einnig: Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“„Maður sem samsamar sig við það sem gerðist í Charlottesville, maður sem talar við konur eins og þær séu kjötstykki, sem lýgur um allt á milli himins og jarðar og trúir því að bandaríska þjóðin kaupi það - það er einstaklingur sem er ekki hæfur til að vera forseti Bandríkjanna, út frá siðferðissjónarmiðum,“ sagði Comey. Þrátt fyrir allt ofantalið vill Comey þó ekki að Trump verði settur af. Hann vill að bandaríska þjóðin læri af mistökum sínum og bætti upp fyrir þau í kjörklefanum. „Bandaríkjamenn verða að rísa upp, mæta á kjörstað og kjósa út frá gildum sínum,“ sagði Comey við ABC. „Að lögsækja [forsetann] vegna embættisafglapa myndi sneiða hjá því.“.@GStephanopoulos: “Is Donald Trump unfit to be president?” @Comey: “Yes, but not in the way I often hear people talk about it...I don't think he's medically unfit to be president. I think he's morally unfit to be president.” https://t.co/nzGYlTmLXf #Comey pic.twitter.com/4eag9flFZ2— ABC News (@ABC) April 16, 2018 Comey ræddi einnig gagnrýnina sem hann mátti sitja undir eftir forsetakosningarnar haustið 2016. Margir telja að hann hafi fært Trump sigurinn á silfurfati eftir að alríkislögreglan ákvað að hefja aftur rannsókn sína á tölvupóstmáli Hillary Clinton skömmu fyrir kosningarnar. Hann segir að sér hafi liðið „ömurlega“ vegna málsins. Honum hafi hreinlega verið „óglatt, mér leið eins og ég hafi verið barinn niður. Það var sem ég væri einn, að allir hötuðu mig en að það væri engin leið út úr þessu því að ég vissi að það sem ég hafði gert var það rétta í stöðunni.“ Comey sagði því að hann myndi ekki hika við að endurtaka leikinn, annað myndi grafa undan alríkislögreglunni.Eins og Vísir hefur greint frá er allt á yfirsnúningi í Repúblikanaflokknum, flokki forsetans, vegna útgáfu bókarinnar. Búið er að ræsa út almannatengslateymi sem hefur það eitt hlutverk að rægja allt sem fram kemur í bókinni og allt sem James Comey mun koma til með að segja um efni hennar. Flokkurinn var því ekki lengi að bregðast við viðtali gærkvöldsins. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að Comey geti trútt um talað, ef það sé einhver sem sé lygari þá er það Comey sjálfur. „Það eina sem er verra en árangur Comey í starfi er tilhneiging hans til að segja hvað sem er til að selja bækur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs.Í samtali við fréttamann ABC-sjónvarpstöðvarinnar sagði Comey að Donald Trump, rauði þráðurinn í bókinni, væri „siðferðislega vanhæfur“ til að gegna embætti Bandaríkjaforseta. Hann kæmi fram við konur eins og kjötstykki, dregi það versta fram í samstarfsmönnum sínum og ofan á allt saman væri hann raðlygari. Ekkert væri nógu smátt eða stórt til þess að Trump myndi ekki ljúga um það.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar ComeyHann sagðist þó ekki hafa trú á því að forsetinn sé andlega vanheill eða sé að takast á við elliglöp. Ekkert sé heldur við líkamlega heilsu forsetans að sakast, það sé siðferðisáttaviti Trump sem sé vanstilltur.„Forsetinn verður að vera holdgervingur virðingar og þeirra gilda sem finna má í kjarna þjóðarinnar. Þeirra mikilvægast er sannleikurinn. Forsetinn er hins vegar ófær um það,“ sagði Comey. Í viðtalinu ræddi Comey meðal annars um viðbrögð forsetans við nasistagöngunni í Charlottesville í fyrra. Þar lét kona lífið eftir að hvítur þjóðernissinni ók bíl sínum í gegnum þvögu mótmælenda. Forsetinn var harðlega gagnrýndur fyrir að fordæma ekki morðið en hann er alla jafna fljótur að tísta þegar sambærileg hryðjuverk eru framin á bandarískri grundu.Sjá einnig: Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“„Maður sem samsamar sig við það sem gerðist í Charlottesville, maður sem talar við konur eins og þær séu kjötstykki, sem lýgur um allt á milli himins og jarðar og trúir því að bandaríska þjóðin kaupi það - það er einstaklingur sem er ekki hæfur til að vera forseti Bandríkjanna, út frá siðferðissjónarmiðum,“ sagði Comey. Þrátt fyrir allt ofantalið vill Comey þó ekki að Trump verði settur af. Hann vill að bandaríska þjóðin læri af mistökum sínum og bætti upp fyrir þau í kjörklefanum. „Bandaríkjamenn verða að rísa upp, mæta á kjörstað og kjósa út frá gildum sínum,“ sagði Comey við ABC. „Að lögsækja [forsetann] vegna embættisafglapa myndi sneiða hjá því.“.@GStephanopoulos: “Is Donald Trump unfit to be president?” @Comey: “Yes, but not in the way I often hear people talk about it...I don't think he's medically unfit to be president. I think he's morally unfit to be president.” https://t.co/nzGYlTmLXf #Comey pic.twitter.com/4eag9flFZ2— ABC News (@ABC) April 16, 2018 Comey ræddi einnig gagnrýnina sem hann mátti sitja undir eftir forsetakosningarnar haustið 2016. Margir telja að hann hafi fært Trump sigurinn á silfurfati eftir að alríkislögreglan ákvað að hefja aftur rannsókn sína á tölvupóstmáli Hillary Clinton skömmu fyrir kosningarnar. Hann segir að sér hafi liðið „ömurlega“ vegna málsins. Honum hafi hreinlega verið „óglatt, mér leið eins og ég hafi verið barinn niður. Það var sem ég væri einn, að allir hötuðu mig en að það væri engin leið út úr þessu því að ég vissi að það sem ég hafði gert var það rétta í stöðunni.“ Comey sagði því að hann myndi ekki hika við að endurtaka leikinn, annað myndi grafa undan alríkislögreglunni.Eins og Vísir hefur greint frá er allt á yfirsnúningi í Repúblikanaflokknum, flokki forsetans, vegna útgáfu bókarinnar. Búið er að ræsa út almannatengslateymi sem hefur það eitt hlutverk að rægja allt sem fram kemur í bókinni og allt sem James Comey mun koma til með að segja um efni hennar. Flokkurinn var því ekki lengi að bregðast við viðtali gærkvöldsins. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að Comey geti trútt um talað, ef það sé einhver sem sé lygari þá er það Comey sjálfur. „Það eina sem er verra en árangur Comey í starfi er tilhneiging hans til að segja hvað sem er til að selja bækur,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45