Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira