Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:15 Leikmenn ÍBV fagna fyrr á tímabilinu. Magnús er fyrir miðri mynd, númer fjögur. vísir/valli „Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.” Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.”
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira