1200 gráðu heitum teinum breytt í skeifur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2018 21:30 Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna. Þá eru skeifurnar búnar til úr tólf hundruð gráðu hita, mótaðar til og settar undir hestinn.Kristján Elvar Gíslason, járningameistari og kennari í Hólaskóla segir námskeiðið mjög skemmtilegt og fróðlegt.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonÞað voru allir að vinna í skemmunni í hestamiðstöðinni Dal á jörðinni Dallandi í Mosfellsbæ þar sem járninganámskeiðið fer fram enda ekki á hverjum degi sem besti járningamaður á Norðurlöndunum kemur til landsins til að kenna járningar og hvað þá heitjárningar. „Við fengum Aksel Viber, margfaldan Norðurlandsmeistara til að koma hingað og kenna strákunum meira um heitjárningar eða skeifnasmíði alveg frá grunni, þ.e. frá því að taka teininn og breyta honum í fullkomna skeifu til að nota við járningar. Þetta er gömul iðngrein sem hefur verið svolítið að tapast hér en við erum að bæta úr því“, segir Marteinn Magnússon, umsjónarmaður námskeiðsins Flestir ef ekki allir járningamennirnir á námskeiðinu eru atvinnumenn í faginu. Einn þeirra, Kristján Elvar Gíslason, járningameistari kennir járningar í Hólaskóla. „Já, þetta er mjög áhugavert námskeið enda erum við með topp kennara sem er algjör snillingur“, segir Kristján. Hann segist vera mjög hrifin af heitjárningum. „Mér líkar heitjárningar rosalega vel, þetta er miklu þægilegra og einfaldara að vinna þetta, það er mun skemmtilegra að eiga við skeifuna til að fá hana passa á hófnum“. Í heitjárningum er skeifan hituðu upp í um 1200 gráður og svo er hún mótuð á steðjanum allt eftir óskum þess sem er að járna með tilliti til stærðar hófsins á hestinum. Aksel Vibe hrósar íslenska hestinum og íslensku járningamönnum. „Já, þeir eru mjög góðir og standa sig mjög vel, þeir eru góðir fagmenn“.Aksel Vibe að leiðbeina á heitjárninganámskeiðinu.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAllir þátttakendur námskeiðsins sem eru tíu talsins eru atvinnumenn í járningunum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira