Innlent

Loka aftur fyrir um­ferð á slóðum Vítisengla

Agnar Már Másson skrifar
Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem lögreglan lokar fyrir umferð um Auðbrekku seint á laugardagskvöldi, síðast var það vegna samkomu Vítisengla.
Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem lögreglan lokar fyrir umferð um Auðbrekku seint á laugardagskvöldi, síðast var það vegna samkomu Vítisengla. Aðsend

Lögreglan aftur hefur lokað fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í kvöld en þar voru einmitt þrír handteknir á samkomu Vítisengla fyrr í mánuðinum.

Tilefni lögregluaðgerðarinnar liggur ekki fyrir og ekki hefur náðst í fulltrúa lögregluna vegna málsins.

Aðgerðin svipar óneitanlega til aðgerðar lörgeglu fyrir einmitt tveimur vikum, en þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglu og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Vítisenglar, eða Hells Angels, væru að halda veislu í húsnæði í Auðbrekku.  Lögregla hefur enn þann dag í dag ekki útskýrt hvers vegna þeir voru handteknir.

Rétt eins og síðast hefur lögreglan nú gert út mikinn mannskap en sjónarvottur segir lögreglunar búna að loka fyrir umferð um Auðbrekku. Sjónarvotturinn segist hafa séð bíl frá sérsveitinni auk fjölda lögreglubíla.

Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×