„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 20:17 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin. Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin.
Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21