Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 12:05 Guðlaugur Þór telur aðgerðir ríkjanna þriggja í Sýrlandi skiljanlegar. VÍSIR/Andri Marinó Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar gerðu loftárásir á skotmörk sem þeir teljast tengjast efnavopnum ríkisstjórnar Bashars al-Assad í Sýrlandi í nótt. Utanríkisráðherra segir íslensk yfirvöld og önnur Natóríki ekki hafa verið upplýst um áformin áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þeim í gær. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ekki hafi náðst pólitísk lausn í Sýrlandi og það hefur ítrekað verið reynt, síðast í þessari viku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem Rússland beitti enn á ný neitunarvaldi sínu. Og þetta stríð er búið að geisa núna í sjö ár og þeir sem hafa fallið er svipaður fjöldi og íslenska þjóðin og milljónir lagt á flótta,” segir Guðlaugur Þór. Neyð almennings sé gríðarleg og í ofanálag hafi stjórnarherinn í Sýrlandi margsinnis gerst sekur um að beita ólöglegum efnavopnum gegn almennum borgurum, nú síðast í borginni Douma fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Þórs. „Þessi vopn eru ómannúðleg og með öllu bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og við höfum ítrekað fordæmt þau og það sé skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það er á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér,” segir Guðlaugur. Áfram sé brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og í því samhengi þurfi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að axla ábyrgð sína. „Skilaboðin eru skýr, að það hafi afleiðingar í för með sér. Þeir sem verða fyrir mestum skaða eru almennir borgarar,“ segir Guðlaugur Þór.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54