Fjórföldun skógræktar sé arðbær fjárfesting Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Aðalsteinn Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hugmyndir Skógræktar ríkisins um fjórföldun nýskógræktar næstu áratugina gætu bundið fjórðung þess sem við losum samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamningsins verði þær að veruleika. Þá séu hugmyndirnar arðbær fjárfesting til langs tíma. Hundruð starfa myndu verða til í greininni vítt og breitt um landið. Þingmenn eru ósammála um hvort gert sé ráð fyrir aukningu til skógræktar í fjármálaætlun. „Við sýnum fram á að fjórföldun nýskógræktar frá því sem nú er mun strax upp úr árinu 2030 hafa mikil áhrif á nettólosun gróðurhúsalofttegunda og á næstu tveimur áratugum þar á eftir munu þau áhrif tæplega sexfaldast,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar. „Heildaráhrif skógræktar væru þá um miðja þessa öld um 1,15 milljónir tonna CO2-ígilda sem er fjórðungur af núverandi heildarlosun frá Íslandi sem talin er fram í bókhaldi Kyoto-bókunar loftslagssamningsins.“ Sigríður Júlía og Arnór Snorrason kynntu þessa rannsókn sína í Hofi á Akureyri á degi skógræktar. Skógar á landinu binda nú um 400 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Skortur er á skógum en 95 prósentum skóglendis hér á landi hefur verið eytt og um 40 prósent jarðvegs á Íslandi hafa eyðst. Í dag er svo komið að aðeins 0,42 prósent landsins eru þakin ræktuðum skógi. Unnið er að því að ræktaðir og náttúrulegir skógar geti þakið um 4 prósent landsins árið 2040. „Einnig mátum við tekjur af kolefnisbindingu og viðarsölu á móti stofnkostnaði við nýskógrækt. Miðað við þær forsendur sem eru fyrir hendi sem og rauntölur frá skógræktinni eru raunvextir fjárfestingar í nýskógrækt metnir um 3,5 prósent miðað við fjórföldun nýskógræktar á næstu árum,“ segir Sigríður Júlía. „Að auki eru önnur mikilvæg áhrif, eins og styrking byggðar vítt og breitt um landið, ómetin en við áætlum að við getum fjölgað ársverkum í skógrækt upp í um þrjú hundruð og þá mest á landsbyggðinni.“ Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir skorta á fjárveitingar til verkefnisins. „Ég vona að menn veiti fé í þetta. Hins vegar sést það ekki í fjárlögum sem samþykkt voru í desember og er heldur ekki fyrirséð í fjármálaáætlun,“ segir Bergþór. „Þetta heyrir undir umhverfisráðherra og eðlilegt að hann hafi forgöngu um að þetta sé fært til betri vegar.“ Ari Trausti Guðmundsson er ósammála Bergþóri og styður aukninguna en segir aðra þurfa að leggjast á árarnar en bara ríkið. „Það er af og frá að það sé ekki verið að gera ráð fyrir aukningunni,“ segir Ari. „Mér finnst mikilvægt að sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök komi einnig að þessu sem ákveðinni tegund af þjóðarátaki til að ná þessu marki.“Ari Trausti Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira