Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2018 00:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í kvöld Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent